Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gæti spilað gegn Liverpool
Füllkrug fagnar hér marki á EM.
Füllkrug fagnar hér marki á EM.
Mynd: Getty Images
Niclas Füllkrug, framherji West Ham, hefur misst af báðum leikjum West Ham eftir landsleikjahlé vegna meiðsla.

Hann hins vegar gæti spilað gegn Liverpool á morgun í deildabikarnum.

„Það eru engin ný meiðsli. Ég held að við munum sjá á æfingu í dag að Niclas Füllkrug sé orðinn betri. Hann æfði í gær og gerir það aftur í dag. Svo sjáum við til hvernig hann lítur út fyrir leikinn á morgun," sagði Julen Lopetegui, stjóri West Ham, á fréttamannafundi í dag.

Leikur Liverpool og West Ham hefst klukkan 19:00 og fer fram á Anfield annað kvöld. Liverpool er ríkjandi deildabikarmeistari.

Füllkrug var keyptur til West Ham frá Dortmund í sumar. Þýski framherjinn hefur spilað fjóra leiki með West Ham á tímabilinu og eini byrjunarliðsleikurinn var í 1-0 sigri gegn Bournemouth í 2. umferð deildabikarsins.

Hann skoraði í sigri Þýskalands gegn Ungverjalandi þann 7. september en fór af velli í þeim leik og tók ekki þátt í leiknum gegn Hollandi þremur dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner