City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 12:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn áfram í Eyjum (Staðfest)
Alex var að klára sitt þriðja tímabil með ÍBV.
Alex var að klára sitt þriðja tímabil með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV um þrjú ár. Fyrri samningur var að renna út núna í vetur.

Alex Freyr, sem er fyrirliði ÍBV, kom við sögðu í 17 leikjum í sumar þegar liðið varð Lengjudeildarmeistari.

Hann er 31 árs miðjumaður og tekur aftur slaginn með liðinu í efstu deild, eftir eitt ár í Lengjudeildinni.

Alex hefur fæst rætur í Vestmannaeyjum og er þar ásamt fjölskyldu sinni.

„Á þeim þremur leiktíðum sem Alex hefur leikið í Vestmannaeyjum hefur hann spilað 66 deildarleiki og skorað í þeim átta mörk. Hann kom til félagsins frá KR eftir að hafa leikið með Kórdrengjum á láni í Lengjudeildinni 2021. Á sínum ferli hefur hann leikið með Sindra, Grindavík og Víkingi Reykjavík auk þeirra liða sem nefnd eru að ofan.

Allir hjá ÍBV eru ánægðir með að Alex Freyr verði áfram og vonast til að hann geti hjálpað liðinu að ná sínum markmiðum á næstu þremur árum,"
segir í tilkynningu ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner