City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 13:01
Elvar Geir Magnússon
„Eins og þeir væru skólataska á bakinu á honum“
Djenairo Daniels.
Djenairo Daniels.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski framherjinn Djenairo Daniels sem kom til Fram í sumarglugganum hefur verið að finna sig betur og betur með liðinu. Hann fékk gagnrýni eftir frekar slaka byrjun í Framtreyjunni en skoraði í 3-3 jafntefli gegn FH á dögunum.

Þá þótti hann vera öflugur í gær þegar Fram vann 2-0 sigur gegn Fylki, þó hann hafi ekki skorað.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Fylkir

„Mér fannst þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður frábær, hann snéri af sér Fylkismenn eins og þeir væru skólataska á bakinu á honum trekk í trekk, hélt boltanum vel og skapaði mikla hættu. Besti leikur sem ég hef séð hann spila fyrir Fram," skrifaði Baldvin Borgarsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu um leikinn.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var spurður út í frammistöðu Daniels eftir leikinn.

„Það tók hann smá tíma að koma sér í gott stand. Hann var ekki í góðu formi þegar hann kom. Hann hefur vaxið og æft ágætlega. Hann þarf að spila meira fyrir liðið en sjálfan sig og gerði það í dag. Hann lagði mikla vinnu á sig varnarlega og sóknarlega og hélt boltanum vel fyrir okkur, passaði hann og það er mikilvægt," sagði Rúnar.

Daniels er 22 ára og lék á sínum tíma með U17 og U18 landsliðum Hollands. Verður hann áfram hjá Fram á næsta tímabili?

„Það verður bara skoðað eftir tímabilið, sjáum hvernig hann klárar þetta mót með okkur og hvar okkar vilji og hans liggur."

Brynjar Gauti Guðjónsson og Freyr Sigurðsson voru ekki með Fram í leiknum í gær vegna veikinda.

„Þeir koma til baka næst og svo vonandi kemur Tryggvi (Snær Geirsson) til baka. Svo sjáum við hvort Jannik (Pohl) treysti sér og sé nægilega góður til að taka þátt."
Rúnar Kristins: Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner