Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   mán 23. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Framkvæmdastýra Roma fékk lögregluvernd og sagði upp
Mynd: EPA
Stór hluti ultras stuðningsmannahóps AS Roma er gríðarlega ósáttur með ákvörðun félagsins að reka Daniele De Rossi úr þjálfarastólnum, en Ivan Juric hefur verið ráðinn inn í staðinn.

Reiði stuðningsmanna hefur verið beint að Lina Souloukou, sem fékk lögregluvernd eftir að henni bárust líflátshótanir.

Souloukou sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastýra Roma í kjölfarið.

Souloukou er grísk og er mikils metin af Dan Friedkin, eiganda AS Roma, en hún starfaði við góðan orðstír hjá Olympiakos í gríska boltanum áður en hún var fengin yfir til Roma í fyrra.

Greint er frá því á vefsíðu Gianluca Di Marzio að Souloukou og börn hennar eru undir lögregluvernd í kjölfar alvarlegra hótana sem bárust.

Roma fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu fjórum leikjunum á nýju deildartímabili undir stjórn De Rossi en hafði loks betur gegn Udinese í gær, í fyrsta leiknum undir stjórn Ivan Juric.

Juric kemur inn á mikilvægum tímapunkti þar sem Roma á framundan leiki við Athletic Bilbao, Venezia, Elfsborg og Monza á næstu tveimur vikum fyrir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner