Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tómas Bjarki gerir nýjan samning við Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bjarki Jónsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir út 2026.

Njarðvík fékk Tómas Bjarka frá Breiðabliki á síðasta ári, en þrátt fyrir að tímabilið hafi svolítið litast af meiðslum þá tókst honum samt að spila þrettán leiki og var síðan valinn efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi Njarðvíkur.

Á nýafstaðinni leiktíð lék hann 21 leik af 22 leikjum Lengjudeildarinnar.

Tómas er 21 árs gamall miðjumaður sem getur einnig leikið sem hægri bakvörður, en hann spilaði fjölda leikja í þeirri stöðu á tímabilinu og gerði vel.

Hann hefur nú gert nýjan tveggja ára samning við Njarðvík eða til 2026.

Njarðvík var lengi vel í baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildina, en sótti aðeins tvö stig úr síðustu þremur leikjunum. Njarðvíkingar geta þó vel við unað, enda mikil bæting frá síðustu leiktíð þar sem liðið var hársbreidd frá því að falla niður um deild, en örlög þeirra réðust þá í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner