City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Miklar tilfinningar eftir fyrsta bikarmeistaratitilinn
Kristijan Jajalo, varamarkvörður KA, eftir leik.
Kristijan Jajalo, varamarkvörður KA, eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann stórkostlegan sigur gegn Víkingi í úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta laugardag.

KA-menn tóku forystuna á 37. mínútu með marki eftir hornspyrnu og staðan var verðskuldað 1-0 í hálfleik.

Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn færðu Víkingar sig sífellt nær marki KA en tókst þó ekki að skapa mikla hættu fyrr en á lokamínútunum. Steinþór Már Auðunsson lokaði markinu hins vegar frábærlega. Vörn Akureyringa gerði virkilega vel að halda út áður en Dagur Ingi Valsson tryggði 2-0 sigur fyrir KA á lokasekúndunum.

Þetta var merkilegur sigur fyrir KA þar sem þeir voru að vinna bikarkeppni karla á Íslandi í fyrsta sinn.

Það voru miklar tilfinningar eftir leik en Hafliði Breiðfjörð fangaði stemninguna skemmtilega hjá leikmönnum, þjálfurum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum.

Hafliði tók meðfylgjandi myndir.
Athugasemdir
banner
banner