City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Maresca um Mudryk: Held að þetta sé ekki vegna skorts á sjálfstrausti
Mynd: Getty Images
Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk hefur ekki enn komist á flug með enska félaginu Chelsea, þrátt fyrir að hafa verið keyptur fyrir tæpar 90 milljónir punda á síðasta ári.

Chelsea fékk Mudryk frá Shakhtar í janúarglugganum á síðasta ári, en skilað litlu.

Frá komu hans hefur hann komið að tólf mörkum í 62 leikjum.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var í dag spurður út í það hvort Mudryk væri nú orðinn þriðji kostur á vinstri vænginn en Maresca sagði svo ekki vera.

„Aðalhugmyndin er að Pedro Neto og Noni Madueke verði á hægri vængnum og þeir Jadon Sancho og Misha (Mudryk) verði vinstra megin. Síðan snýst liðsvalið svolítið um það hvaða leikmaður er réttur hverju sinni.“

„Sem dæmi gegn West Ham þá var Wan-Bissaka að sækja mikið upp vænginn og Jadon byrjaði leikinn, en var orðinn þreyttur í byrjun seinni. Við breyttum aðeins, en héldum í sömu hugmyndafræði, til að reyna að verjast Wan-Bissaka aðeins. Pedro gerir það mjög vel, en það gerir Misha líka. Á því augnabliki ákvað ég samt frekar að nota Pedro.“

„Ég held ekki að þetta sé skortur á sjálfstrausti. Misha er Misha og þú verður að taka honum eins og hann er. Vonandi mun hann fá mínútur og gera betur,“
sagði Maresca.

Mudryk mun líklega fá tækifærið í byrjunarliði Chelsea á morgun er liðið mætir Barrow í enska deildabikarnum á Stamford Bridge, en hann verður einn af mörgum sem fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Athugasemdir
banner
banner
banner