Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 10:28
Elvar Geir Magnússon
Kelleher áfram í markinu og Chiesa gæti byrjað
Chiesa gæti byrjað hjá Liverpool á morgun.
Chiesa gæti byrjað hjá Liverpool á morgun.
Mynd: Getty Images
Arne Slot hefur staðfest að Caomhin Kelleher muni verja mark liðsins áfram en Liverpool leikur gegn West Ham í deildabikarnum annað kvöld.

Kelleher átti flottan leik í 3-0 sigri gegn Bournemouth á laugardag en Alisson Becker var frá vegna meiðsla aftan í læri. Alisson er áfram á meiðslalistanum en möguleiki er á að hann geti spilað gegn Wolves um næstu helgi.

„Það er klárt að Caoimh verður í markinu á morgun. Það er tæpt hvort Alisson nái leiknum gegn Wolves. Sjáum hvernig þetta þróast," segir Slot.

Slot ýjaði einnig að því á fréttamannafundi í morgun að Federico Chiesa gæti byrjað. Hann segir að ítalski landsliðsmaðurinn sé þó ekki orðinn klár í að spila 90 mínútur.

„Ég tel að hann sé ekki orðinn tilbúinn í 90 mínútur. Hann hefur mest spilað 25 síðustu mánuði. Hann gæti samt alveg byrjað leikinn," segir Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner