City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stones um Arsenal: Hægt að kalla þetta sniðugt eða skítugt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn John Stones skoraði jöfnunarmarkið í 2-2 jafntefli Manchester City gegn Arsenal er liðin mættust í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Arsenal leiddi 1-2 í leikhlé en byrjaði seinni hálfleikinn leikmanni færri eftir að Leandro Trossard fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik. Tíu leikmenn Arsenal vörðust allan seinni hálfleikinn og gerðu sitt besta til að drepa leikinn niður og halda í sigurinn.

Sú áætlun tókst næstum því, en Stones jafnaði leikinn á 98. mínútu þegar hann skoraði eftir atgang í kjölfar hornspyrnu. Að leikslokum ræddi hann um aðferðir Arsenal til að tefja leiki og drepa þannig allt flæði í þeim.

„Þetta var erfiður dagur. Þeir gerðu allt í sínu valdi til að hægja á leiknum. Þeir létu markmanninn liggja í grasinu og notuðu alls kyns brellur til að tefja. Það var mikilvægt fyrir okkur að halda haus og leyfa þessu ekki að pirra okkur," sagði Stones. „Þegar allt kemur til alls erum við sáttir með stig miðað við stöðuna sem var komin upp og við getum verið stoltir af baráttunni sem við sýndum."

Stones var þá spurður hvort hann teldi að Arsenal væri búið að fullkomna leið sína til að brjóta upp leiki og tefja.

„Ég myndi ekki segja að þeir séu búnir að fullkomna þetta en þeir hafa gert þetta í nokkur ár svo við bjuggumst við þessu. Það er hægt að kalla þetta sniðugt eða skítugt, en það sem þeir gera er að þeir stöðva leikinn ítrekað til að drepa flæði leiksins. Mér fannst við takast mjög vel á við þetta í dag. Það er ekki auðvelt að reyna að ná jöfnunarmarki þegar andstæðingarnir halda stöðugt áfram að tefja og drepa flæðið í leiknum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner