City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin
Powerade
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images
Newcastle vill Calvert-Lewin.
Newcastle vill Calvert-Lewin.
Mynd: EPA
Jamal Musiala er vinsæll, Newcastle horfir löngunaraugum til Dominic Calvert-Lewin og ensk úrvalsdeildarfélög vilja sóknarmann Sporting Lissabon. Þetta og fleira í mánudagsslúðurpakkanum.

Manchester City vill fá þýska landsliðsmanninn Jamal Musiala (21) frá Bayern München en mætir samkeppni frá Real Madrid. (Teamtalk)

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin (27) er ekki nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Everton. Samningur hans rennur út næsta sumar og Newcastle United fylgist með gangi mála. (CaughtOffisde)

Samningur Trent Alexander-Arnold (25), varnarmanns Liverpool, rennur út næsta sumar. Hann segir að möguleiki á titlum verði lykilatriði í huga hans þegar kemur að því að skrifa undir. (Liverpool Echo)

Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham hafa öll áhuga á Viktor Gyökeres (26) framherja Sporting og Svíþjóðar. (Teamtalk)

Newcastle er nýjasta úrvalsdeildarfélagið sem hefur tekið þátt í kapphlaupinu um að fá Luca Koleosho (20) frá Burnley. Vængmaðurinn ungi fæddist í Bandaríkjunum en spilar fyrir U21 landslið Ítalíu. (HITC)

Enska úrvalsdeildin, ásamt efstu deildum Evrópu, eru að reyna að koma sér saman um áætlun sem myndi þýða að félagaskiptagluggi næsta sumars lokar áður en tímabilið hefst. (Mirror)

Íslandsvinurinn Graham Potter, stjóri Brighton og Chelsea, hefði áhuga á að taka við Everton ef tækifæri gæfist. (Football Insider)

Real Madrid er að fylgjast með franska varnarmanninum Castello Lukeba (21) hjá RB Leipzig. (Marca)

Aston Villa, Fulham og Nottingham Forest fylgjast með Baris Alper Yilmaz (24) kantmanni Galatasaray. Forest, Brighton og Tottenham hafa öll áhuga tyrkneska framherjanum Semih Kilicsoy (19) sem er hjá Besiktas. (CaughtOffside)

Útsendarar frá Manchester United, Newcastle og Tottenham fylgdust með enska miðjumanninum Tyler Dibling (18) þegar hann skoraði fyrir Southampton á laugardaginn. (HITC)
Athugasemdir
banner
banner