City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Stjörnunni í portúgölsku úrvalsdeildina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski varnarmaðurinn Hannah Sharts, sem samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið í Bestu deildinni, er gengin í raðir Racing Power í Portúgal.

Sharts er 25 ára og skoraði þrjú mörk í 18 leikjum með Stjörnunni í sumar, sem er góð tölfræði fyrir varnarmann.

Hún rataði í fréttirnar snemma móts þegar hún handlék boltann innan eigin vítateigs þegar misskilningur átti sér stað hver átti að taka markspyrnu frá marki Stjörnunnar. Boltinn kom til Sharts sem ætlaði sér að taka spyrnuna en boltinn var þá þegar kominn í leik og vítaspyrna dæmd.

Eigandi RPower orkudrykkjarins kom sér inn í portúgalska fótboltann árið 2020 þegar Racing Power yfir Paio Pires. Félagið fór upp úr C-deild 2021 og vann B-deildina 2022/23.

Racing Power endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar í fyrra, á eftir Benfica og Sporting og fyrir ofan Damaiense þar sem Þorlákur Árnason er við stýrið. Eftir tvo leiki á þessu tímabili er Racing Power með tvö stig og gæti Sharts spilað sinn fyrsta leik næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner