Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
UEFA viðurkennir loks að Þýskaland átti að fá víti
Ekkert víti var dæmt og var það röng ákvörðun hjá Anthony Taylor.
Ekkert víti var dæmt og var það röng ákvörðun hjá Anthony Taylor.
Mynd: Getty Images
Eftir ítarlega skoðun hefur komið í ljós að Þýskaland átti að fá vítaspyrnu í leiknum gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í sumar. Dómaranefnd UEFA hefur viðurkennt þetta.

Spánn slá Þýskaland út á dramatískan hátt en þegar staðan var jöfn fór boltinn í hönd spænska varnarmannsins Marc Cucurella. Þrátt fyrir að VAR hafi verið notað var ekki dæmd vítaspyrna.

UEFA viðurkennir að mistök hafi verið gerð og Þýskaland hefði átt að fá vítaspyrnu. Cucurella hafi með ólöglegum hætti hindrað skot á markið, handleggur hans hafi ekki verið upp við líkamann. Englendingurinn Anthony Taylor dæmdi leikinn.

Þessi yfirlýsing UEFA stráir bara salti í sár Þjóðverja en margir telja að þeir hefðu unnið leikinn hefði vítið verið dæmt. Spánn fór hinsvegar alla leið og stóð uppi sem Evrópumeistari 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner