City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 10:56
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn blæs á kjaftasögurnar um Frederik Schram
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson segir þær kjaftasögur að KR sé búið að semja við markvörðinn Frederik Schram vera uppspuna. Enginn á vegum KR hafi rætt við hann.

Í síðustu viku fór sú saga á flug í hlaðvörpum að KR væri búið að semja við markvörð Vals fyrir næsta tímabil.í

„Ég hef ekki heyrt í honum. Ég held að enginn hafi heyrt í honum. Frederik er frábær markvörður en það hefur enginn í KR talað við hann," segir Óskar Hrafn, þjálfari KR. „Hans nafn hefur ekki komið upp hérna innanhúss."

Frederik Schram yfirgefur Val eftir tímabilið en samningar náðust ekki um nýjan samning.

„Mér hefur liðið vel á Íslandi og auðvitað á ég danska fjölskyldu líka. Við eigum marga vini þar og eigum marga vini hér líka," sagði Frederik í viðtali við Fótbolta.net í sumar þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Val. Óvíst er hvert næsta skref á hans ferli verður.
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner