City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 10:36
Elvar Geir Magnússon
Xhaka lætur liðsfélaga sína heyra það þrátt fyrir sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen unnu magnaðan 4-3 sigur gegn Wolfsburg í þýsku Bundesligunni í gær. Wolfsburg var 3-2 yfir í hálfleik.

Þrátt fyrir sigurinn var miðjumaðurinn Granit Xhaka bálreiður í viðtali eftir leik og lét liðsfélaga sína heyra það.

„Við þurfum ekkert að tala um uppbótartímann hérna. Við þurfum að vera hreinskilnir við hvorn annan, gagnrýna okkur sjálfa. Þetta er ekki boðlegt, við erum ekki að gera nóg," sagði Xhaka sem hafði lítinn húmor fyrir því sem gerðist í leiknum.

„Það má ekki gerast að við fáum þrjú mörk á okkur í öllum leikjum, sérstaklega ekki með þessum hætti. Þetta er ekki þannig að andstæðingurinn sé að spila svo vel heldur erum við ekki að taka hlaupin okkar. Topplið fær ekki á sig þrjú mörk á 45 mínútum!"

Síðasta tímabil fer í sögubækur Leverkusen en þá vann liðið þýska titilinn og bikarinn. Eina tap liðsins á tímabilinu var úrslitaleikur Evrópudeildarinnar, gegn Atalanta.

Leverkusen er nú í öðru sæti, á eftir raðsigurvegurum Bayern München, og hefur fengið á sig níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjunum.

„Við þurfum að verjast miklu betur sem lið. Við erum að skilja eftir of mikið pláss. Við erum alltaf góðir þegar við erum með boltann en án hans þurfum við að vera grimmari. Þetta snýst ekki um leikaðferðina helur hugarfarið."
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 16 3 +13 12
2 Leverkusen 4 3 0 1 13 9 +4 9
3 Freiburg 4 3 0 1 8 4 +4 9
4 Eintracht Frankfurt 4 3 0 1 7 4 +3 9
5 RB Leipzig 4 2 2 0 4 2 +2 8
6 Union Berlin 4 2 2 0 4 2 +2 8
7 Stuttgart 4 2 1 1 12 8 +4 7
8 Dortmund 4 2 1 1 7 7 0 7
9 Heidenheim 4 2 0 2 8 7 +1 6
10 Mainz 4 1 2 1 8 8 0 5
11 Werder 4 1 2 1 4 8 -4 5
12 Augsburg 4 1 1 2 7 10 -3 4
13 Wolfsburg 4 1 0 3 8 9 -1 3
14 Gladbach 4 1 0 3 5 8 -3 3
15 Hoffenheim 4 1 0 3 6 11 -5 3
16 Bochum 4 0 1 3 3 7 -4 1
17 St. Pauli 4 0 1 3 1 6 -5 1
18 Holstein Kiel 4 0 1 3 5 13 -8 1
Athugasemdir
banner