City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dramatískur sigur Mallorca
Mynd: EPA
Betis 1 - 2 Mallorca
1-0 Giovani Lo Celso ('7 )
1-1 Dani Rodriguez ('8 )
1-2 Valery Fernandez ('90 )

Real Mallorca er komið upp í 5. sæti spænsku deildarinnar eftir að hafa lagt Real Betis að velli, 2-1, með dramatísku sigurmarki í lok leiks.

Mallorca-liðið var að sækja þriðja sigur sinn á tímabilinu, en þetta er besta byrjun liðsins í tólf ár.

Það byrjaði þó ekkert sérstaklega vel. Argentínumaðurinn Giovani Lo Celso kom Betis yfir á 7. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig og yfir markvörð Mallorca.

Forystan varði aðeins í 82 sekúndur en Dani Rodriguez jafnaði fyrir gestina eftir frábæran undirbúning Cyle Larin. Langur bolti kom fram á Larin, sem náði að taka hann niður og leggja boltann fyrir Rodriguez sem skoraði með laglegu innanfótarskoti.

Á lokasekúndum síðari hálfleiksins gerði Valery Fernandez sigurmark Mallorca eftir hornspyrnu. Boltinn fór í gegnum allan pakkann og á Fernandez sem setti þéttingsfast skot sitt í vinstra hornið.

Mallorca fer upp í 5. sæti deildarinnar með 11 stig, en Betis er í 11. sæti með 8 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 6 6 0 0 22 5 +17 18
2 Real Madrid 6 4 2 0 13 3 +10 14
3 Athletic 7 4 1 2 11 7 +4 13
4 Atletico Madrid 6 3 3 0 10 3 +7 12
5 Mallorca 7 3 2 2 6 5 +1 11
6 Villarreal 6 3 2 1 12 13 -1 11
7 Alaves 6 3 1 2 9 7 +2 10
8 Osasuna 6 3 1 2 8 11 -3 10
9 Celta 6 3 0 3 14 13 +1 9
10 Vallecano 6 2 2 2 8 7 +1 8
11 Betis 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Girona 6 2 1 3 8 10 -2 7
13 Espanyol 6 2 1 3 6 9 -3 7
14 Leganes 7 1 3 3 4 8 -4 6
15 Sevilla 6 1 2 3 5 8 -3 5
16 Real Sociedad 7 1 2 4 3 7 -4 5
17 Valladolid 6 1 2 3 2 13 -11 5
18 Getafe 6 0 4 2 3 5 -2 4
19 Valencia 6 1 1 4 5 10 -5 4
20 Las Palmas 6 0 2 4 7 12 -5 2
Athugasemdir
banner