City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Framkvæmdir hefjast ekki í þessari viku en aðgerðir nauðsynlegar
Úr leik á Meistaravöllum í sumar.
Úr leik á Meistaravöllum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það verður ekki farið af stað í framkvæmdir í þessari viku. Við erum að pressa á lausnir í þeim efnum. Völlurinn er orðinn helvíti þungur og erfiður. Ég er ekki viss um að hann þoli meira álag," segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Fótbolta.net.

Staðan á Meistaravöllum er ekki góð en KR gæti þurft að klára mótið á varavelli.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var í viðtali eftir 2-2 jafntefli gegn Vestra í Bestu deildinni í gær og tjáði sig þá um stöðuna á vellinum. KR ætlar að leggja gervigras á völlinn en það er óvíst hvenær það gerist.

„Hluti af vandamáli okkar er algjört aðstöðuleysi. Það hefur verið gríðarlegt álag á grasvöllunum okkar og aðalvöllurinn fengið að finna fyrir því. Hvort þetta hafi verið síðasti heimaleikurinn á grasi verður að koma í ljós," sagði Óskar.

Páll segir að það sé verið að vinna í því að koma framkvæmdum af stað sem fyrst.

„Það er ekki búið að skrifa undir neitt en það er verið að vinna hart að því. Ég er mjög bjartsýnn á að við förum á haustmánuðum í framkvæmdir," segir Páll en er vitað hvenær vinnuvélarnar mæta á svæðið?

„Nei, við vitum það ekki."

KR gæti endað mótið í Laugardalnum
Þegar mótið var að byrja, þá fór KR í Laugardalinn og spilaði þar "heimaleik" gegn Fram. Núna gæti það gerst aftur - að KR, sem er í fallbaráttu, fari á heimavöll Þróttar í Laugardalnum.

„Við eigum heimaleik seint í október. Mér finnst afskaplega ólíklegt að það verði spilað á Meistaravöllum þá," segir Páll. „Við spilum þá á varavelli, eins og við gerðum á vormánuðum. Þá spiluðum við á Þróttaravelli og ég veit að Þróttarar eru okkur velviljaðir í þeim efnum."

Það er nauðsynlegt fyrir stórveldið að fá almennilegan gervigrasvöll.

„Þetta er algjörlega nauðsynlegt því að öllu óbreyttu erum við með hálfan æfingavöll fyrir alla iðkendur félagsins næsta vetur," sagði Páll að lokum.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner