City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 17:46
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Afturelding í úrslit annað árið í röð
Lengjudeildin
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson er að fara með Aftureldingu í úrslit umspilsins annað árið í röð
Magnús Már Einarsson er að fara með Aftureldingu í úrslit umspilsins annað árið í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 0 - 0 Afturelding (Samanlagt, 1-3)
Lestu um leikinn

Afturelding mun spila til úrslita um sæti í Bestu deild karla annað árið í röð eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Fjölni á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld, en samanlagt fer Afturelding áfram, 3-1.

Mosfellingar unnu góðan sigur í fyrri leik liðanna og kom því inn í síðari leikinn með ágætis forystu.

Það voru heimamenn sem voru meira með boltann í byrjun leiks, enda að elta í einvíginu. Jónatan Guðni Arnarsson átti fyrsta hættulega færið á 20. mínútu en Jökull Andrésson gerði vel í markinu.

Tíu mínútum síðar átti Sigurvin Reynisson ágætis tilraun af 30 metra færi sem hafnaði rétt framhjá markinu.

Staðan var markalaus í hálfleik. Eins og áður kom fram voru Fjölnismenn meira með boltann en Afturelding tókst að ógna með skyndisóknum, en bæði lið í erfiðleikum með að nýta góðar stöður.

Aftureldingu tókst að drepa leikinn í þeim síðari. Fjölnismenn fengu fá færi og sigldu gestirnir þessu örugglega heim. Markalaust jafntefli niðurstaðan og er það Afturelding sem fer í úrslit annað árið í röð.

Mosfellingar mæta Keflavík í úrslitaleik um laus sæti í Bestu deild karla en hann verður spilaður á Laugardalsvelli á laugardag klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner