Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 23. september 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland við Jesus: Ég var ekki að tala við þig trúður
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það voru læti eftir leik Manchester City og Arsenal í gærkvöldi en Erling Haaland, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, lét mann og annan heyra það.

Haaland var eitthvað ósáttur við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og sagði einfaldlega við hann: „Vertu hógvær, vertu hógvær."

Arteta sneri sér við og leit í átt að Haaland, en sagði samt sem áður ekkert við hann.

Leikmenn Arteta voru heyrðu samskipti þeirra á milli og ákvaðu að skipta sér af. Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, spurði Haaland af hverju hann væri að tala svona.

„Ég var ekki að tala við þig trúður, ekki snerta mig," sagði Haaland við Jesus og ýtti honum í burtu.

Ben White, varnarmaður Arsenal, ætlaði þá að blanda sér í málið en Arteta sagði þeim að koma sér í burtu.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan. Arsenal og City hafa verið tvö bestu liðin á Englandi síðustu árin og það er greinilega að skapast smá hiti þarna á milli.


Athugasemdir
banner
banner
banner