Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   mán 23. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Gríðarleg spenna í efstu deildum karla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Það eru þrír spennandi slagir sem fara fram í íslenska boltanum í dag, þar sem hart er barist í toppbaráttu tveggja efstu deilda karlaboltans.

Í Bestu deildinni á Valur heimaleik við Stjörnuna þar sem liðin eru að kljást um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári.

Valur er þar með fjögurra stiga forystu á Garðbæinga, þegar fimm umferðir eru eftir.

Breiðablik tekur á móti ÍA á sama tíma og getur tekið toppsætið af Víkingi R. með sigri eða jafntefli, þó það verði ekki nema tímabundið þar sem Víkingar eiga leik til góða gegn FH á miðvikudagskvöldið.

Fyrr um daginn eigast Fjölnir og Afturelding við í undanúrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar um síðasta lausa sætið í Bestu deildinni á næsta ári.

Afturelding vann fyrri viðureignina 3-1 á heimavelli og fer seinni leikurinn fram á Extra vellinum í Grafarvogi í dag.

Sigurvegarinn mætir Keflavík í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á Laugardalsvelli næsta laugardag.

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Valur-Stjarnan (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Breiðablik-ÍA (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild karla - Umspil
15:45 Fjölnir-Afturelding (Extra völlurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
Athugasemdir
banner
banner
banner