Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea í viðræðum við Qatar Airways
Mynd: Getty Images
Chelsea er komið í viðræður við Qatar Airways um styrktarsamning. Flugfélagið frá Katar vill hafa sína auglýsingu framan á treyju félagsins, en Chelsea er einnig í viðræðum við tvö önnur flugfélög.

Chelsea er án styrktaraðila eftir að samningurinn við Infinite Athlete rann út.

Qatar Airways hefur styrkt Barcelona og AS Roma í fortíðinni og er í dag framan á treyjum franska stórveldisins Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katar.

Chelsea hefur farið vel af stað á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Enzo Maresca og verður afar spennandi að fylgjast með þessu efnilega liði taka næstu skref.
Athugasemdir
banner
banner
banner