Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað er ég búinn að hugsa það og það er búið að eiga sér samtal"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktor Jónsson hefur á þessu ári glímt við erfið bakmeiðsli sem héldu honum frá vellinum þar til í 21. umferð tímabilsins.

Þá kom Viktor inn í ÍA sem er svo gott sem fallið. Liðið er þremur stigum á eftir fyrir leik liðanna í lokaumferðinni og þarf að vinna með tíu mörkum til að halda sæti sínu í deildinni. Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í endurkomusigri gegn ÍBV á laugardag og lagði upp jöfnunarmarkið.

Samningur Viktors, sem er 28 ára framherji, rennur út eftir tímabilið. Viktor var til viðtals eftir leikinn og var spurður út í sína framtíð.

„Auðvitað er ég búinn að hugsa það og það er alveg búið að eiga sér samtal. En ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara að taka einn dag í einu, klára þetta tímabil og svo sér maður hvað gerist," sagði Viktor.

„Já, stefnan í dag er klárlega sett á það að koma Skaganum upp úr Lengjudeildinni á næsta ári."

Viktor er uppalinn í Víkingi en kom til ÍA frá Þrótti fyrir tímabilið 2019.
Viktor Jóns: Það hefur verið vesen á bakinu
Athugasemdir
banner
banner
banner