Minnisvarði um frábært tímabil
Stuðningsmannahópurinn Kópacabana, stuðningsmenn Breiðabliks, í samstarfi við NOX Gullsmíði bjóða upp á meistarahringa sem aðilar tengdir Breiðabliki geta fest kaup á. Það er Hilmar Jökull, formaður Kópacabana, sem vekur athygli á þessu með færslu á Facebook.
Hringurinn er úr silfri með górillu sem Herra Hnetusmjör gaf grænt ljós á að nota. Margir kannast við górilluna úr laginu Eitt fyrir klúbbinn, stuðningsmannalagi Breiðabliks. Svo eru kyndlar á hliðinni á hringnum sem er skírskotun í félagið.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í annað sinn á árinu, tólf árum eftir fyrsta meistaratitilinn.
Hringurinn er úr silfri með górillu sem Herra Hnetusmjör gaf grænt ljós á að nota. Margir kannast við górilluna úr laginu Eitt fyrir klúbbinn, stuðningsmannalagi Breiðabliks. Svo eru kyndlar á hliðinni á hringnum sem er skírskotun í félagið.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í annað sinn á árinu, tólf árum eftir fyrsta meistaratitilinn.
Hringurinn kostar 40 þúsund krónur. Fótbolti.net ræddi við Hilmar í dag og spurði hann út í hugmyndina á bakvið hringina.
Pantanir fara fram hér
„Hugmyndin kemur frá Jóa (Jóhannes Arnljótur Ottóson gullsmiður) og pælingin er í anda meistarahringa í Bandaríkjunum. Ég man eftir því þegar við í Tólfunni (stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins) gerðum svona hring fyrir HM, það lukkaðist bara vel."
Ég hugsaði með mér þegar hugmyndin kom frá Jóa að slá til hendinni og taka þátt í þessu. Hugmyndin er að fólk eigi einhvern minnisvarða um þetta tímabil," segir Hilmar.
Hægt er að panta með áletruninni Íslandsmeistarar 2022 eða einfaldlega bara 2022.
„Það er einn sem búinn er að panta sem hefur nefnt að hann myndi líka vilja fá 2010. Ég held það sé gaman að hafa bara ártölin og safna þeim."
Þríviddarmynd af hringnum má sjá í færslu Hilmars hér að neðan. „Jói byrjar ekki vinnuna við hringana fyrr en það eru komnar nógu margar pantanir."
„Viðtökurnar eru mjög góðar, allt fólk í kringum félagið, í kringum Kópa og svona hefur tekið mjög vel í þetta. Ég hef reynt að halda þessu leyndu, ekki sagt mörgum frá þessu."
„Það er fullt af fólki sem líkar vel við þetta og einhverjir vinahópar að peppa hvorn annan í að kaupa."
Gætiru séð leikmann kaupa eintak? „Já, það er ónefndur leikmaður búinn að hafa samband við mig."
Er hugmyndin að fólk geti verið með hringana dagsdaglega? „Fólk ræður því auðvitað algjörlega sjálft. Ég persónulega hafði hugsað mér að setja hringinn upp á hillu af því ég geng ekki með skart dagsdaglega. Fólk sem gerir það gæti alveg verið með þetta á sér. Þetta er ekkert risatórt, ekkert stærra en aðrir hringar með einhverju á sér."
Í færslu Hilmars segir hann að þetta sé hans síðasta verk sem formaður stuðningsmannahópsins.
„Ég er að hætta, hef verið alltof lengi í þessu," segir Hilmar á léttu nótunum eftir átta tímabil. „Ég er búinn að finna arftaka, er búinn að leita í 2-3 ár til að finna einhvern til að taka við keflinu. Ég hefði haldið áfram til fertugs ef ég hefði aldrei fundið neitt. En það er ungir strákar sem eru tilbúnir að taka við keflinu. Það er búin að vera mikil nýliðun í sveitinni undanfarin ár og margir ungir í kjarnanum sem geta tekið við af okkur eldri gaurunum."
Upplifðuð þið mikið þakklæti frá félaginu, leikmönnum og þjálfurum fyrir ykkar stuðning á tímabilinu?
„Það er rosalegt þakklæti, fyrir tímabilið hafði Höggi (Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði) samband við okkur stuðningsmennina og sagði að stuðningurinn hefði verið góður undanfarið og að endilega halda því áfram. Hann lofaði því að tímabilið myndi ekki enda eins og í fyrra, liðið væri hungrað í að vinna. Óskar (Hrafn Þorvaldsson) alveg dýrkar okkur og hefur hneigt sig fyrir okkur. Það er rosalega gaman að finna hjá því hjá öllum í félaginu hvað stuðningurinn skiptir máli. Það styrkir okkur alveg og lætur okkur syngja hærra," sagði Hilmar.
Athugasemdir