Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Einni stoðsendingu á eftir Tiago og metinu - „Vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust"
Adam Ægir Pálsson
Adam Ægir Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi í fyrra.
Adam varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Adam Ægir Pálsson hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík í Bestu deildinni á þessu tímabili. Um helgina skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 1-7 sigri á Leikni í næst síðustu umferð tímabilsins.

Tiago búinn að jafna metið
Adam hefur skorað sjö mörk á tímabilinu og lagt upp tólf mörk. Þessi 24 ára kantmaður er næst stoðsendingahæstur í deildinni, einni stoðsendingu á eftir Tiago sem hefur jafnað stoðsendingametið. Þrettán stoðsendingar á einu tímabili er það mesta í sögunni. Það eiga þrír aðilar: þeir Tryggvi Guðmundsson (FH 2008), Atli Guðnason (FH 2012) og Tiago (Fram 2022). Upplýsingarnar um stoðsendingafjölda eru fengnar frá Óskari Ófeigi Jónssyni hjá Vísi.

Ævinlega þakklátur
Adam er á láni hjá Víkingi og er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Hann hefur notið sín vel í Keflavík. Í síðustu sex leikjum sínum hefur hann skorað fjögur mörk og lagt upp átta.

„Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá," sagði Adam Ægir við Vísi eftir leikinn gegn Leikni.

Betra að spila í Keflavík en að vera á bekknum hjá bestu liðunum?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Siggi Raggi, ræddi einnig við Vísi eftir leikinn og um þá þrjá leikmenn Keflavíkur semvaldir voru í landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu. Þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Sindri Kristinn Ólafsson eru í hópnum og Adam Ægir Pálsson er til vara.

„Þetta sýnir strákunum í Keflavík að það er allt hægt ef menn eru duglegir og leggja á sig. Vonum að þeir fái tækifæri í leikjunum. Það eru fleiri lið farin að taka eftir þessum strákum en það er kannski önnur saga með Adam sem fékk lítið að spila með Víkingi í fyrra en hefur blómstrað með okkur. Þannig þetta kannski líka sýnir strákum að það er gott að koma og spila heldur en kannski að vera á bekknum í stærstu liðunum. Adam hefur staðið sig hrikalega vel og er nálægt því að bæta stoðsendingametið í þessari deild sem er magnað á sínu fyrsta svona alvöru tímabili í efstu deild þar sem hann er að spila mikið," sagði Siggi Raggi við Vísi um Adam.

Lítið heyrt í Víkingum
En hvað tekur við hjá Adam eftir tímabilið?

„Ég hef lítið heyrt í Víkingum. Lítið sem ekki neitt þannig ég í raun og veru veit það ekki. Ég er bara að vonast til þess besta bara að eitthvað gott gerist. Eins og staðan er núna er ég í eigu Víkings og er bara spenntur að fara þangað aftur en fyrst og fremst er ég bara spenntur að klára þennan leik sem er eftir á móti Fram," sagði Adam við Fótbolta.net eftir leikinn.

Sjá einnig:
„Þá finnum við næsta Patrik Johannesen og næsta Adam Pálsson"
Adam Ægir um sína framtíð: Ég hef lítið heyrt í Víkingum, lítið sem ekki neitt
Athugasemdir
banner
banner
banner