Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mið 19. febrúar 2025 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Gefur í skyn að Blikar hafi dregið sig úr viðræðunum við Gylfa
Gylfi skipti í gær til Víkings frá Val.
Gylfi skipti í gær til Víkings frá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugverð mynd.
Áhugverð mynd.
Mynd: Víkingur
Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, var í viðtali við Vísi um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val til Víkings.

Eins og fram hefur komið var atburðarás síðustu daga á þá leið að eina raunhæfa niðurstaðan var sú að Gylfi yrði seldur frá Val. Það gerðist í gær og samdi hann við Víking, en bæði Víkingur og Breiðablik fengu samþykkt tilboð í leikmanninn.

„Það hafa verið ýmsar skýringar sem við höfum heyrt, hingað og þangað, en hann segir hagsmunum hans sé betur borgið annars staðar en hjá Val. Við virðum þá skoðun," sagði Styrmir aðspurður um af hverju Gylfi vildi yfirgefa félagið.

Í grein Vísis er sagt að Blikar hafi dregið sig úr samningaviðræðunum við Gylfa vegna þeirra krafna sem voru gerðar: „Gylfi hafi viljað greiðslur sem Blikar hafi ekki verið tilbúnir að skuldbinda sig til," segir í greininni. Styrmir ýjar að því að þessar upplýsingar Vísis séu réttar.

„Við fórum bara ákveðna vegferð og áttum frábær samskipti og mjög fagmannleg við Breiðablik og ég virði að minnsta kosti það að þeir komu mjög fagmannlega að þessu máli."

„Það er mat leikmannsins og beggja klúbba hvort þau nái lendingu sem er ásættanleg bæði fyrir klúbbinn og leikmanninn. Það virðist vera að það hafi verið Víkingar og leikmaður sem ákveða að hann endi þar. En ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki. Heldur er það líka Breiðabliks sjálfs að ákveða hvort það semji við leikmanninn. Ég held að menn megi ekki lesa of mikið í endanlega niðurstöðu þar."


Í viðtalinu tjáir Styrmir sig um samskiptin við Víking og ýmislegt annað. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.
Athugasemdir
banner
banner