Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mið 25. ágúst 2021 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið ÍA og KR: Arnór í vinstri bakverði? - 2005 módel á bekknum
Arnór Sveinn.
Arnór Sveinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og KR mætast í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Norðurálsvellinum á Akranesi. Leikurinn átti upprunalega að fara fram á sunnudaginn í þessari viku en þar sem upp kom smit í leikmannahópi KR þurfti að fresta leiknum.

Fyrir þennan leik liðanna í átjundu umferð er ÍA í botnsæti deildairnnar, tveimur stigum frá HK sem er í næstneðsta sæti. Fylkir, liðið í sætinu þar fyrir ofan, er með sextán stig. KR er með 29 stig í 5. sæti deildarinnar, sjö sigum frá toppliðunum.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum!!!

Þeir Aron Kristófer Lárusson, Wout Drost og Sindri Snær Magnússon taka út leikbann hjá ÍA í leiknum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik KR og er því ekki með í dag.

Í síðustu umferð tapaði ÍA 2-1 gegn Breiðabliki á útivelli. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, snýr til baka á hliðarlínuna eftir eins leiks bann og gerir fjórar breytingar á sínu liði. Viktor Jónsson, Steinar Þorsteinsson, Alex Davey og Guðmundur Tyrfingsson koma inn í liðið. Brynjar Snær Pálsson sest á bekkinn. Á bekknum hjá ÍA er einnig Haukur Andri Haraldsson, yngri bróðir Tryggva Hrafns og Hákons Arnars. Haukur Andri er fæddur árið 2005 og er þetta í fyrsta sinn sem hann er á bekknum í sumar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 0-1 útisigrinum gegn HK í síðustu umferð. Pálmi Rafn Pálmason snýr til baka eftir meiðsli og þá koma þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Óskar Örn Hauksson inn í liðið. Kristinn Jónsson er ekki í leikmannahópnum og Atli Sigurjónsson tekur sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson
20. Guðmundur Tyrfingsson
22. Hákon Ingi Jónsson
24. Hlynur Sævar Jónsson
44. Alex Davey

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
16. Theodór Elmar Bjarnason
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
25. Finnur Tómas Pálmason
29. Stefán Árni Geirsson

Beinar textalýsingar:
18:00 FH - Keflavík
18:00 KA - Breiðablik
18:00 ÍA - KR
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner