Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   sun 25. ágúst 2024 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta borgar 20 milljónir fyrir Bellanova (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Evrópudeildarmeistarar Atalanta eru búnir að festa kaup á ítalska landsliðsbakverðinum Raoul Bellanova sem kemur til félagsins úr röðum Torino.

Bellanova er 24 ára gamall og gerir fimm ára samning við Atalanta eftir að hafa verið lykilmaður á sínu fyrsta tímabili með Torino á síðustu leiktíð.

Bellanova á leiki að baki fyrir Cagliari og Inter meðal annars en hann var lykilmaður upp yngri landslið Ítalíu og er byrjaður að spila fyrir A-landsliðið.

Hann er sókndjarfur bakvörður og mun berjast við Davide Zappacosta um byrjunarliðssæti hjá Atalanta.

Atalanta er talið borga um 20 milljónir evra fyrir félagaskiptin.


Athugasemdir
banner
banner
banner