Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Björn Daníel frábær í baráttusigri FH-inga
Björn Daníel er kominn með átta mörk í sumar
Björn Daníel er kominn með átta mörk í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg gerði sigurmarkið
Arnór Borg gerði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 3 FH
1-0 Emil Ásmundsson ('2 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('6 )
2-1 Orri Sveinn Segatta ('11 )
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('61 )
2-3 Arnór Borg Guðjohnsen ('82 )
Lestu um leikinn

FH vann nauman 3-2 sigur á Fylki í 20. umferð Bestu deildar karla á Würth-vellinum í Árbæ í kvöld. Arnór Borg Guðjohnsen skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Fjörið byrjaði strax á 2. mínútu. Þórður Gunnar Hafþórsson keyrði með boltann upp áður en hann kom honum fyrir á Emil sem skaut í Jóhann Ægi Arnarsson og í netið.

Fjórum mínútum síðar svöruðu FH-ingar. Björn Daníel Sverrisson, sem hefur átt stórkostlegt tímabil til þessa, jafnaði metin er Kristján Flóki Finnbogason lagði boltann fyrir hann og skotið af varnarmanni Fylkis og inn.

Ekki leið um langt þangað til þriðja mark leiksins kom. Arnór Breki Ásþórsson tók hornspyrnu sem Orri Sveinn Segatta stangaði í netið og Fylkismenn aftur komnir í forystu.

Björn Daníel var hársbreidd frá því að jafna metin eftir hálftíma leik en skalli hans hafnaði í þverslá eftir hornspyrnu Böðvars. Undir lok hálfleiksins vildu FH-ingar síðan fá víti þegar Sigurbergur Áki Jörundsson keyrði aftan í Björn Daníel. Arnar Ingi Ingvarsson, dómari leiksins, var ekki sammála og lét leikinn halda áfram.

Í síðari hálfleiknum náðu FH-ingar aftur að jafna metin. Aftur var það Björn Daníel sem gerði markið eftir fyrirgjöf Kjartans Kára Halldórssonar.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok var Matthias Præst nálægt því að koma Fylki yfir. Þórður Gunnar var kominn í gegn en Ólafur Guðmundsson bjargaði í horn með frábærri tæklingu. Hornspyrnan rataði síðan á Præst sem tók boltann á lofti og í þverslá.

Það gat mark dottið báðum megin eftir það en það voru FH-ingar sem skoruðu sigurmarkið. FH-ingar fengur hornspyrnu sem Kjartan Kári setti boltann inn í en fékk hann aftur til sín. Hann kom honum aftur fyrir og á Björn Daníel sem skallaði boltanum áfram á Arnór Borg Guðjohnsen. Gamli Fylkismaðurinn kláraði frábærlega og fagnaði gríðarlega.

FH-ingar héldu út og unnu 3-2 baráttusigur eftir að hafa lent tvisvar undir. FH fer upp fyrir ÍA og í 4. sæti með 32 stig, en Fylkir á botninum með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner