Búist var við að argentínski bakvörðurinn Valentín Barco yrði vinstri bakvörður Brighton á upphafi tímabils og kom það mörgum á óvart þegar Fabian Hürzeler þjálfari kaus að nota frekar Jack Hinshelwood.
Pervis Estupinan er byrjunarliðsbakvörður Brighton en hann er að glíma við meiðsli og því var búist við að Barco myndi taka byrjunarliðssætið, en svo var ekki.
Barco er þess í stað farinn í spænska boltann þar sem hann mun leika á láni hjá Sevilla út tímabilið.
Barco er 20 ára gamall og hreif með frammistöðu sinni fyrir Brighton á síðustu leiktíð þó að hann hafi ekki fengið mörg tækifæri. Hann á tvo A-landsleiki að baki fyrir heimsmeistara Argentínu og er samningsbundinn Brighton næstu fjögur árin.
Sevilla fær ekki kaupmöguleika með Barco, sem mun berjast við Adriá Pedrosa um byrjunarliðssæti hjá spænska liðinu.
Sevilla hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar og er búið að krækja í leikmenn á borð við Kelechi Iheanacho, Saúl Niguez og Albert Sambi Lokonga á frjálsri sölu.
???? Valentín Barco spoke in his first interview since joining the club:
— Sevilla FC (@SevillaFC_ENG) August 24, 2024
???????? The Argentina connection
? Attacking playing style
???????? Ready to go
Athugasemdir