Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Carlos Soler vill fara til West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Carlos Soler er spenntur fyrir því að ganga til liðs við West Ham United sem hefur sýnt honum mikinn áhuga í sumar.

Það eru mörg félög áhugasöm um Soler sem er ekki í byrjunarliðsáformum Luis Enrique þjálfara Paris Saint-Germain, en leikmaðurinn sjálfur vill helst fara til West Ham.

Soler er 27 ára gamall miðjumaður með þrjú ár eftir af samningi hjá PSG, en franska stórveldið keypti hann frá Valencia fyrir tveimur árum síða.

Soler hefur komið við sögu í 63 leikjum frá komu sinni til PSG en kom oft inn af varamannabekknum og hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Soler á 14 landsleiki að baki fyrir Spán en var ekki partur af landsliðshópnum sem vann EM í sumar.

Soler er mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og er hann ánægður með hversu mikinn áhuga Hamrarnir hafa sýnt honum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner