Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Como fær Perrone frá Man City (Staðfest)
Mynd: Man City
Como er búið að krækja sér í Máximo Perrone á lánssamningi frá Manchester City sem gildir út tímabilið.

Perrone er 21 árs gamall og leikur sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann var keyptur til Man City í fyrrasumar og lánaður beint til Las Palmas í spænska boltanum þar sem hann stóð sig vel.

Hann þykir þó ekki tilbúinn fyrir aðalliðið hjá Man City og fær að reyna fyrir sér á Ítalíu í vetur.

Como eru nýliðar í efstu deild og byrjuðu á 3-0 tapi gegn Juventus í fyrstu umferð á nýju deildartímabili.

Perrone á 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Argentínu og hefur komið tvisvar sinnum við sögu með meistaraflokki Man City.

Como er meðal annars búið að krækja í Pepe Reina, Raphaël Varane og Sergi Roberto í sumarglugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner