Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Fullkomin frammistaða hjá Madueke - Díaz bestur á Anfield
Noni Madueke var magnaður
Noni Madueke var magnaður
Mynd: Getty Images
Díaz skoraði og lagði upp
Díaz skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Noni Madueke og Luis Díaz voru bestu menn dagsins í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en það er 90Min sem sér um einkunnagjöf að þessu sinni.

Madueke var sjóðandi heitur í 6-2 stórsigri Chelsea á Wolves. Englendingurinn skoraði þrennu á fjórtán mínútum í síðari hálfleiknum og var að spila sinn besta leik fyrir félagið frá því hann kom frá PSV á síðasta ári.

Hann fær 10 í einkunn frá 90min en Cole Palmer kom næstur með 9. Palmer skoraði eitt og lagði upp þrjú.

Wolves: Sa (3), Doherty (4), Mosquera (3), Toti (3), Ait-Nouri (4), Gomes (4), Lemina (4), Hee-Chan (5), Cunha (7), Bellegarde (4), Larsen (7).
Varamenn: Podence (5), Dawson (5), Sarabia (5), Gomes (5).

Chelsea: Sanchez (7), Gusto (6), Colwill (6), Fofana (6), Cucurella (6), Caicedo (7), Fernandez (7), Madueke (10), Palmer (9), Mudryk (4), Jackson (7).
Varamenn: Neto (7), Felix (7), Dewsbury-Hall (6).

Kólumbíumaðurinn Luis Díaz var þá besti maður vallarins er Liverpool vann Brentford, 2-0, á Anfield.

Díaz skoraði fyrra mark Liverpool og lagði þá upp seinna fyrir Mohamed Salah.

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Konate (8), Van Dijk (7), Robertson (7), Gravenberch (8), Mac Allister (7), Szoboszlai (7), Salah (7), Jota (7), Díaz (8).
Varamenn: Bradley (6), Nunez (6), Gakpo (7), Elliott (7).

Brentford: Flekken (7), Roerslev (5), Collins (7), Pinnock (6), Ajer (5), Jensen (5), Norgaard (5), Janelt (4), Lewis-Potter (7), Wissa (6), Mbeumo (5).
Varamenn: Damsgaard (6), Carvalho (6), Onyeka (6), Schade (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner