Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Glódís Ofurbikarmeistari eftir sigur á Sveindísi
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru Ofurbikarsmeistarar eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wolfsburg á Rudolf-Harbig vellinum í Dresden í dag.

Glódís Perla var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg.

Eina mark leiksins gerði þýska landsliðskonan Klara Bühl eftir stoðsendingu Pernille Harder á 9. mínútu.

Færin voru á báða bóga en fleiri urðu mörkin ekki og Bayern Ofurbikarmeistari í fyrsta sinn í sögunni.

Þetta var í fyrsta sinn síðan 1997 sem spilað er í Ofurbikarnum.

Þýska deildin hefst síðan næstu helgi. Þýskalandsmeistarar Bayern mæta Potsdam á föstudag á meðan Wolfsburg spilar við Werder Bremen mánudaginn 2. september.


Athugasemdir
banner
banner
banner