Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru Ofurbikarsmeistarar eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Wolfsburg á Rudolf-Harbig vellinum í Dresden í dag.
Glódís Perla var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg.
Eina mark leiksins gerði þýska landsliðskonan Klara Bühl eftir stoðsendingu Pernille Harder á 9. mínútu.
Færin voru á báða bóga en fleiri urðu mörkin ekki og Bayern Ofurbikarmeistari í fyrsta sinn í sögunni.
Þetta var í fyrsta sinn síðan 1997 sem spilað er í Ofurbikarnum.
Þýska deildin hefst síðan næstu helgi. Þýskalandsmeistarar Bayern mæta Potsdam á föstudag á meðan Wolfsburg spilar við Werder Bremen mánudaginn 2. september.
???????????? @glodisperla @StanwayGeorgia #FCBWOB #FCBayern pic.twitter.com/KMAWwZ3XlW
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) August 25, 2024
Athugasemdir