Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gustavo Nunes í læknisskoðun hjá Brentford
Mynd: EPA
Brentford er að næla sér í brasilískan kantmann sem kemur til félagsins úr röðum Gremio.

Sá heitir Gustavo Nunes og er aðeins 18 ára gamall en sinnir lykilhlutverki í liði Gremio.

Nunes hefur komið að 16 mörkum í 46 leikjum með Gremio á yfirstandandi leiktíð og vakið verðskuldaða athygli á sér.

Nunes er staddur í London þessa dagana þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Brentford áður en félagið tilkynnir nýjan leikmann.

Talið er að Brentford greiði um 10 milljónir punda fyrir Nunes, sem er fimmti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar eftir Igor Thiago, Fabio Carvalho, Sepp van den Berg og Julian Eyestone. Nunes er jafnframt þriðji Brassinn sem gengur til liðs við Brentford í sumar.
Athugasemdir
banner
banner