Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 09:38
Brynjar Ingi Erluson
James Rodriguez snýr aftur í spænska boltann
James er að mæta aftur í La Liga
James er að mæta aftur í La Liga
Mynd: Getty Images
Kólumbíski leikmaðurinn James Rodriguez er að snúa aftur í La Liga fjórum árum eftir að hafa yfirgefið Real Madrid.

Rodriguez, sem er nú 33 ára gamall, var á mála hjá Real Madrid frá 2014 til 2020.

Eftir magnað heimsmeistaramót í Brasilíu var hann keyptur til félagsins frá Porto, en stóðst engan veginn þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Félagið lánaði hann til Bayern München árið 2017 og eyddi hann tveimur árum þar áður en hann samdi síðan við Everton árið 2020, þá undir stjórn Carlo Ancelotti.

Síðan þá hefur hann spilað með Al Rayyan, Olympiakos og nú síðast Sao Paulo, en hann er nú að snúa aftur í Evrópuboltann.

Fabrizio Romano segir Rodriguez vera á leið til Rayo Vallecano í La Liga. Kólumbíumaðurinn mun gera samning út tímabilið með möguleika á að framlengja samninginn til 2026.

Rodriguez var einn af bestu mönnum Copa America í sumar, en hann gaf sex stoðsendingar og skoraði eitt mark er Kólumbía komst í úrslit í fyrsta sinn í 23 ár.
Athugasemdir
banner
banner