Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Kompany vísar fréttum um De Ligt á bug - „Ég sagði þetta aldrei“
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir það ekki rétt að hann hafi tjáð Matthijs De Ligt að hann væri miðvörður númer eitt í liði Bayern, í tilraun sinni til að sannfæra Hollendinginn um að vera áfram í Þýskalandi.

Athletic sagði frá því á dögunum að Kompany hafi verið mótfallinn því að selja De Ligt frá félaginu.

Kom þar fram að Kompany hafði tjáð De Ligt að hann væri fyrsti kosturinn í miðvarðarstöðuna og væri ómissandi.

De Ligt ákvað að yfirgefa Bayern og fara til Manchester United þar sem hann hefur komið inn af bekknum í fyrstu tveimur deildarleikjunum, en Kompany þverneitar fyrir það að hafa sagt við De Ligt að hann væri fyrsti kostur í miðvarðarstöðuna.

„Ég sagði þetta aldrei. Það væri heimskulegt af mér að segja eitthvað í þá áttina. Það helst ekki í hendur við það sem við erum að plana að gera við hópinn,“ sagði Kompany.

Bayern er þunnskipað í vörninni. Hiroki Ito kom til félagsins í sumar en hann er að glíma við meiðsli og er því Bayern aðeins með Dayot Upamecano, Eric Dier og Kim-Min Jae klára til að spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner