Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 15:38
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli búið að ná samkomulagi við Man Utd um kaupverð
McTominay er 27 ára gamall og hefur spilað rúmlega 250 keppnisleiki fyrir Rauðu djöflana.
McTominay er 27 ára gamall og hefur spilað rúmlega 250 keppnisleiki fyrir Rauðu djöflana.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sky Sports greinir frá því að Manchester United sé búið að samþykkja kauptilboð frá ítalska félaginu Napoli fyrir skoska miðjumanninn Scott McTominay.

McTominay er því einn af tveimur Skotum sem mun ganga í raðir Napoli á næstu dögum þar sem félagið er einnig að ganga frá kaupum á Billy Gilmour frá Brighton.

Napoli greiðir 30 milljónir evra fyrir McTominay og halda Rauðu djöflarnir hárri endursöluprósentu á leikmanninum.

Napoli á eftir að ná samkomulagi við McTominay um persónuleg kjör, en hann mun sjálfur taka lokaákvörðun um framtíð sína og óljóst er hvort hann vilji skipta yfir til Napoli.

Hann er partur af leikmannahópi Erik ten Hag en er ekki með sæti í byrjunarliðinu og gæti því viljað leita á önnur mið þar sem meiri spiltími er í boði.

Man Utd ætlar að nota peninginn sem fæst fyrir McTominay til að fjármagna hluta af kaupverðinu fyrir Manuel Ugarte, miðjumann PSG og úrúgvæska landsliðsins.

Mögulegt er að félagaskiptin dragist á langinn þar sem Napoli gæti þurft að selja Victor Osimhen áður en félagið gengur frá kaupum á McTominay.
Athugasemdir
banner
banner
banner