Markvörðurinn goðsagnakenndi Manuel Neuer er orðinn 38 ára gamall og lagði hann landsliðshanskana á hilluna eftir EM á heimavelli í sumar.
Honum líður þrátt fyrir það ekki eins og hann sé tilbúinn til að hætta að spila fyrir FC Bayern eftir að tímabilinu lýkur, en þá verður hann orðinn 39 ára.
„Planið er ekki að leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið. Ég býst ekki við að þessu verði lokið í júní," sagði Neuer við Kicker.
„Ef við eigum gott tímabil saman þá get ég haldið áfram með Bayern á næstu leiktíð."
Neuer hefur verið hjá Bayern í 13 ár og á hann 522 leiki að baki fyrir félagið.
Athugasemdir