Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Nico Gonzalez til Juventus (Staðfest)
Mynd: Juventus
Argentínski landsliðsmaðurinn Nicolas Gonzalez er kominn til Juventus frá Fiorentina, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Juventus í kvöld.

Juventus og Fiorentina náðu samkomulagi um Gonzalez um helgina, en hann kemur á láni út tímabilið og skiptir hann alfarið yfir næsta sumar fyrir 38 milljónir evra.

Hann gekkst undir læknisskoðun í dag og var síðan kynntur hjá félaginu í kvöld.

Argentínumaðurinn var í stóru hlutverki hjá Fiorentina sem komst tvö ár í röð í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu, en einnig var hann í landsliði Argentínu sem vann HM og Copa America.

Gonzalez, sem er 26 ára gamall, hefur einnig verið á mála hjá Stuttgart og Argentinos Juniors. Hann á 39 A-landsleiki og 5 mörk á fimm ára landsliðsferli sínum.

Juventus hefur ekki sagt sitt síðasta á markaðnum. Félagið ætlar að bæta vængmanni við hópinn fyrir gluggalok.




Athugasemdir
banner
banner
banner