Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Nýr liðsfélagi Alberts á leið til Juventus - Conceicao kemur frá Porto
Nicolas Gonzalez er á leið til Juventus
Nicolas Gonzalez er á leið til Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hefur náð samkomulagi um kaup á tveimur leikmönnum en argentínski landsliðsmaðurinn Nicolas Gonzalez kemur til félagsins frá Fiorentina og þá kemur Francisco Conceicao frá portúgalska félaginu Porto.

Gonzalez hefur verið lykilmaður í liði Fiorentina síðustu ár, en hann fór með liðinu tvisvar í úrslit Sambandsdeildar Evrópu.

Þá hefur sóknarmaðurinn verið fastamaður í landsliðshóp Argentínu, en hann vann HM í Katar fyrir tveimur árum og var einnig í hópnum sem vann Copa America í sumar.

Viðræður Fiorentina og Juventus voru lengi vel í biðstöðu á meðan Flórensarliðið fann mann í stað Gonzalez. Um leið og Albert Guðmundsson samdi við Fiorentina gaf félagið Gonzalez grænt ljóst á að fara til Juventus sem greiðir um 38 milljónir evra fyrir kappann.

Hann ferðaðist til Tórínó í gær og mun gangast undir læknisskoðun áður en hann gerir langtímasamning við félagið.

Portúgalski landsliðsmaðurinn Francisco Conceicao er þá á leið til Juventus frá Porto.

Conceicao er 22 ára gamall og var meðal annars í portúgalska landsliðinu sem fór á Evrópumótið í sumar.

Juventus fær hann á láni út tímabilið, en það greiðir sjö milljónir evra fyrir lánið.

Thiago Motta, nýr þjálfari Juventus, vildi fá tvo vængmenn fyrir gluggalok og hefur nú sótt þá. Þetta verða því líklega tvö síðustu félagaskiptin sem félagið gerir í sumarglugganum.


Athugasemdir
banner
banner