Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Palace setur sig í samband við Nketiah
Mynd: EPA
Crystal Palace hefur sett sig í samband við Eddie Nketiah, leikmann Arsenal, og umboðsmenn hans.

Englendingurinn vill komast frá Arsenal til að fá fleiri mínútur en hann er sem stendur þriðji kostur í sóknarlínunni.

Framherjinn náði samkomulagi við Marseille í sumar en félagið náði ekki saman með Arsenal og varð ekkert úr þeim skiptum.

Sky Sports greindi frá því að sama staða hafi komið upp milli Arsenal og Nottingham Forest og því hafi Forest hætt við að fá Nketiah.

Crystal Palace hefur nú sett sig í samband við Nketiah og föruneyti hans. Þetta segir Fabrizio Romano.

Annað ónefnt félag úr ensku úrvalsdeildinni gæti reynt við Nketiah fyrir gluggalok og þá er áhugi frá félögum úr öðrum deildum í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner