Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Griezmann skoraði úr aukaspyrnu í sannfærandi sigri Atlético
Antoine Griezmann er kominn með mark og tvær stoðsendingar í tveimur leikjum
Antoine Griezmann er kominn með mark og tvær stoðsendingar í tveimur leikjum
Mynd: EPA
Atlético Madríd sótti fyrsta sigur sinn í La Liga á þessu tímabili er liðið vann Girona, 3-0, á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd í kvöld.

Franski sóknarmaðurinn Antoine skoraði fyrsta deildarmark sitt á tímabilinu.

Paulo Gazzaniga, markvörður Girona, var stálheppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið er hann greip boltann fyrir utan teig. Hann fékk gult, en réttlætinu var fullnægt er Griezmann skoraði úr aukaspyrnunni.

Hinn afar fjölhæfi Marcos Llorente tvöfaldaði forystuna í byrjun síðari hálfleiks eftir undirbúning Griezmann áður en Koke rak síðasta naglann í kistu Girona. Atlético er með 4 stig eftir tvo leiki, en Girona, sem mun spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á þessu tímabili, er aðeins með eitt stig.

Alaves og Real Betis gerðu markalaust jafntefli á meðan Leganes vann Las Palmas, 2-1.

Atletico Madrid 3 - 0 Girona
1-0 Antoine Griezmann ('39 )
2-0 Marcos Llorente ('48 )
3-0 Koke ('90 )

Alaves 0 - 0 Betis
Rautt spjald: Aleksandar Sedlar, Alaves ('86)

Leganes 2 - 1 Las Palmas
0-0 Daniel Raba ('54 , Misnotað víti)
1-0 Juan Cruz ('71 )
2-0 Enric Franquesa ('85 )
2-1 Sandro Ramirez ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 4 4 0 0 13 3 +10 12
2 Real Madrid 4 2 2 0 7 2 +5 8
3 Atletico Madrid 4 2 2 0 6 2 +4 8
4 Villarreal 4 2 2 0 9 7 +2 8
5 Girona 4 2 1 1 7 4 +3 7
6 Alaves 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Osasuna 4 2 1 1 5 7 -2 7
8 Celta 4 2 0 2 10 9 +1 6
9 Leganes 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Mallorca 4 1 2 1 2 2 0 5
11 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
12 Athletic 4 1 1 2 3 4 -1 4
13 Real Sociedad 4 1 1 2 3 4 -1 4
14 Espanyol 4 1 1 2 2 3 -1 4
15 Valladolid 4 1 1 2 1 10 -9 4
16 Getafe 3 0 3 0 1 1 0 3
17 Betis 3 0 2 1 1 3 -2 2
18 Las Palmas 4 0 2 2 4 7 -3 2
19 Sevilla 4 0 2 2 3 6 -3 2
20 Valencia 4 0 1 3 3 7 -4 1
Athugasemdir
banner
banner
banner