Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 15:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern hafði betur í fjörugum fimm marka leik
Mynd: Bayern München
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 2 - 3 FC Bayern
0-1 Jamal Musiala ('20)
1-1 Lovro Majer ('47, víti)
2-1 Lovro Majer ('55)
2-2 Jakub Kaminski ('65)
2-3 Serge Gnabry ('82)

Wolfsburg tók á móti FC Bayern í fyrstu umferð á nýju tímabili í efstu deild þýska boltans.

Úr varð afar fjörug viðureign þar sem Bæjarar spiluðu sinn annan keppnisleik undir stjórn Vincent Kompany, eftir þægilegan sigur í þýska bikarnum.

Bayern var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleiknum í Wolfsburg og leiddi 0-1 í leikhlé eftir mark frá Jamal Musiala. Forystan hefði þó hæglega getað verið meiri ef ekki fyrir klúður á dauðafærum og góðan leik Kamil Grabara á milli stanganna.

Í síðari hálfleik snerist dæmið við þegar Króatinn Lovro Majer jafnaði með marki eftir vítaspyrnu og tók skömmu síðar forystuna með öðru marki. Staðan var því orðin 2-1 fyrir Wolfsburg og var síðari hálfleikurinn afar opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu góð marktækifæri.

Gestirnir úr München nýttu sín færi þó betur og skópu sigurinn að lokum. Jakub Kaminski gerði sjálfsmark til að jafna metin á 65. mínútu, áður en Serge Gnabry skoraði sigurmarkið á 82. mínútu eftir undirbúning frá Harry Kane.

Heimamenn í Wolfsburg fengu tækifæri til að gera jöfnunarmark á lokakaflanum en tókst ekki að skora framhjá Manuel Neuer svo lokatölur urðu 2-3.
Athugasemdir
banner
banner
banner