Finnur Orri Margeirsson átti mjög góðan leik í gær þegar hann lék í hjarta Breiðabliksvarnarinnar gegn KA. Finnur Orri hefur lengstum spilað á miðjunni en veit hvað þarf til að leysa miðvarðarstöðuna.
Finnur hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá Blikum í sumar, byrjað fimm deildarleiki en tekið þátt í fimmtán deildarinnar.
Fótbolti.net ræddi við Finn Orra í dag og spurði hann út í leikinn í gær og tímabilið í heild sinni.
Finnur hefur ekki verið í lykilhlutverki hjá Blikum í sumar, byrjað fimm deildarleiki en tekið þátt í fimmtán deildarinnar.
Fótbolti.net ræddi við Finn Orra í dag og spurði hann út í leikinn í gær og tímabilið í heild sinni.
Lestu um leikinn: KA 0 - 2 Breiðablik
Átti von á því að spila gegn KA
„Það kom í ljós á æfingunni eftir leikinn á laugardeginum að ég myndi spila þennan leik. Ég átti von á því og kom því ekkert flatt upp á mig,"
Var auðvelt að peppa sig upp í leikinn?
„Já, það er auðvelt að peppa sig upp í stóru leikina. Þegar spennustigið er hátt sér það svolítið um sig sjálft. Það er mikilvægt að halda smá 'cooli' í svona leikjum, ekki vera ofpeppaður. Þetta gekk fínt."
Hafsentinn poppað upp hér og þar
Varðandi miðvarðarstöðuna, ekkert mál að stökkva þar inn? Var það rætt þegar þú komst að þú gætir leyst þá stöðu?
„Það var rætt þegar ég kom og ég var búinn að spila leiki í miðverðinum í upphafi móts. Ég hef gert það í gegnum minn feril hefur hafsentinn poppað upp hér og þar og reglulega. Þetta er eins og að hjóla, fyrstu tímabilin mín í efstu deild voru í hafsent og maður dettur bara inn í það hlutverk."
Steig inn fyrir bróðir sinn sem var í leikbanni
Hvernig var að hoppa inn í hlutverkið sem bróðir þinn hefur verið að leysa?
„Viktor er búinn að spila rosalega vel í sumar og leyst stöðuna fáranlega vel. Hann hefur spilað hafsentinn í þessu Blikaliði undanfarin ár. Þetta er kannski það tímabil sem hann hefur náð að festa sig hvað mest í sessi."
„Það er búinn að vera góður taktur í liðinu og nokkuð rútínerað hlutverk sem maður labbar inn í. Það er þægilegt að koma inn í lið þegar það er góður gangur á því, menn kunna sín hlutverk og nokkuð fyrirfram skilgreint hvað planið er."
Eins og að koma til Tenerife eftir 35 mínútna flug
Það var gott veður fyrir norðan í gær, rétt um þrjátíu gráðu hiti sem er talsvert hærra hitastig en hefur verið sunnan heiða að undanförnu. Hvernig var að mæta í þetta veðurfar?
„Þetta var eins og maður væri kominn til útlanda, þetta var rosa grillað. Við vorum að leita okkur að stöðum svo við gætum verið í nægilega svölu lofti. Eins brenglað og þetta var að fljúga í 35 mínútur og það var eins og maður væri kominn á Tenerife. Áður en við keyrðum heim voru menn á skýlunni á bryggjunni að henda sér í sjóinn. Það mætti alveg taka þetta eitthvað hingað í borgina."
Fundu taktinn eftir hark í byrjun
Það voru smá erfiðleikar í ykkar leik í upphafi leiks. Hvernig varstu að upplifa það?
„KA-menn byrjuðu rosa sterkt og við fundum ekki alveg taktinn í byrjun. Þetta voru einhverjar 15-20 mínútur og það komu nokkrar sóknir á okkur. Það var sterkt hjá okkur að standa þann kafla af okkur því að um leið og við finnum okkar takt vitum við hvað gerist."
„Við breyttum smá áherslum í okkar uppspili eftir þann kafla, fundum þægilegri opnanir, héldum betur í boltann, sköpuðum okkur einhver færi og drógum aðeins úr þeirra sóknarkrafti því við gátum fært okkur ofar á völlinn og unnið boltann ofar á vellinum. Það sýnir okkar styrkleika að geta tekið svona kafla sem við þurfum að harka okkur í gegnum án þess að vera með boltann og varið markið okkar."
Býstu við því að þú spilir í næsta leik?
„Það kemur bara eins og það kemur. Við erum ekkert farnir í þær pælingar."
Allir í fótbolta til að spila fótbolta
Varðandi sumarið í heild, ertu búinn að vera ánægður með þitt hlutverk?
„Það er búið að vera aðeins annað en maður hefði viljað. Það eru held ég allir í fótbolta til að spila fótbolta. Svona er þetta stundum, með aldrinum kemur ákveðinn þroski og maður hefur fleiri vopn í vopnabúrinu til að takast á við svona hluti. Maður hefur alltaf val hvernig maður tæklar það og ég hef ákveðið að gera það á minn veg. Maður vill alltaf spila allar mínútur."
Það er erfitt að mótmæla liðsvalinu þegar vel gengur.
„Já, þú breytir ekkert sigurliði og þar frameftir götunum. Menn eru að spila rosalega vel og það er ótrúlega heilbrigð samkeppni í þessu liði. Það eru allir að spila vel, liðið að tikka vel og það er góður gangur í því. Frammistaða liðsins og leikmanna er búinn að vera mjög góð."
Þarf þrautseigju til að halda út
Blikar eru núna á toppnum og skammt eftir af mótinu. Skynjaru einhverjar svipaðar tilfinningar núna og þegar Breiðablik varð meistari 2010?
„Það er komið svo rosa langt síðan sjáðu til. Það er önnur dýnamík í hópnum heldur en þá, eðlilega ellefu árum síðar. Það er góð frammistaða, samheldnin, liðsheildin og vinátta í hópnum sem er að skila þessu gengi."
„Ég held að það séu margir 'tendensar' í liðum sem skilar góðum og miklum árangri. Menn hafa verið að einbeita sér að því að ná í góðar frammistöður og það hefur verið að virka. Staðan er góð núna og það þarf bara ákveðna þrautseigju til að halda það út og einbeita sér að því sem skiptir raunverulega máli," sagði Finnur að lokum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir