Brasilíski vængmaðurinn Douglas Costa hefur samið við ástralska félagið Sydney FC til næstu tveggja ára.
Costa er 33 ára gamall fyrrum landsliðsmaður Brasilíu en hann gerði garðinn frægan hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu.
Ferill hans í Evrópu var frábær en hann lék einnig með Bayern München og Juventus áður en hann hélt aftur heim til Brasilíu.
Hann hefur flakkað svolítið síðustu ár. Costa var á mála hjá LA Galaxy , Gremio og Fluminense en er nú mættur til Sydney FC í Ástralíu.
Costa samdi til tveggja ára en þetta er stærsta nafnið sem félagið semur við síðan Alessandro Del Piero spilaði með liðinu frá 2012 til 2014.
In a massive coup for the club and Isuzu UTE A-League, Douglas Costa has signed on a two year deal ????
— Sydney FC (@SydneyFC) August 25, 2024
Read More ???? https://t.co/QDGQdJ0AIC
Grab Your Memberships ???? https://t.co/LxNTueq5iK#SydneyIsSkyBlue | #WeAreSydney | @douglascosta pic.twitter.com/ThJ96nYRbn
Athugasemdir