Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Forest með þriðja tilboðið í Gimenez
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest neitar að gefast upp á því að fá mexíkóska framherjann Santiago Gimenez frá Feyenoord en félagið lagði fram þriðja tilboðið í leikmanninn í gær.

Markamaskínan blómstraði undir stjórn Arne Slot hjá Feyenoord, en hann vann deildina á fyrsta tímabili sínu þar og bikarinn á síðasta tímabili Slot áður en sá hollenski tók við Liverpool.

Á þessum tveimur tímabilum skoraði hann 49 mörk í öllum keppnum og þá hefur hann byrjað nýja tímabilið frábærlega.

Í sumar var Gimenez orðaður við marga stóra klúbba og kemur því á óvart að Nottingham Forest sé í bílstjórasætinu.

Samkvæmt Fabrizio Romano er Gimenez opinn fyrir því að ganga í raðir Forest.

Feyenoord hefur hafnað tveimur tilboðum Forest en nú hefur enska félagið lagt fram þriðja boðið sem hljómar upp á tæpar 30 milljónir punda.

Ef Feyenoord samþykkir það verður þetta metsala hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner