Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefast ekki upp á að ná samkomulagi um Guehi
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Getty Images
Newcastle mun áfram í þessari viku reyna að ná samkomulagi um kaup á varnarmanninum Marc Guehi frá Crystal Palace.

Newcastle gerði nýverið 60 milljón punda tilboð í Guehi en tilboðið gat svo hækkað um 5 milljónir punda í árangurstengdum greiðslum.

Tilboðinu var ekki hafnað en félögin eru að ræða sín á milli. Talið er að Palace vilji að uppbyggingin á mögulegu kaupverði sé öðruvísi.

Guehi var fyrirliði Palace í tapi gegn West Ham um liðna helgi og talaði hann í kringum þann leik eins og hann yrði áfram hjá félaginu. Joachim Andersen var seldur á dögunum frá Palace til Fulham og væri það mikið högg að missa annan lykilmann úr vörninni.

Guehi er 24 ára og lék alla leiki nema einn með Englandi á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner