Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 09:36
Elvar Geir Magnússon
Lenglet lánaður til Atletico (Staðfest)
Lenglet var hjá Aston Villa.
Lenglet var hjá Aston Villa.
Mynd: EPA
Atletico Madrid hefur fengið miðvörðinn Clement Lenglet lánaðan frá Barcelona út tímabilið. Ekki er neitt ákvæði um kaupmöguleika.

Þessi 29 ára örvfætti franski leikmaður er að fara að spila í spænska boltanum í fyrsta sinn í þrjú ár.

Aðdáendur enska boltans þekkja hann vel eftir að hann spilaði fyrir Aston Villa á láni á síðasta tímabili og hjá Tottenham þar á undan.

Barcelona er með gott úrval varnarmanna og vildu létta á launagreiðslum félagsins þar sem Lenglet átti ekki að vera í stóru hlutverki undir stjórn Hansi Flick.


Athugasemdir
banner
banner
banner