Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 09:10
Brynjar Ingi Erluson
Maresca var óánægður með Mudryk: Býst við meiri gæðum frá honum
Enzo Maresca var ósáttur við Mudryk
Enzo Maresca var ósáttur við Mudryk
Mynd: Getty Images
Noni Madueke skoraði þrennu
Noni Madueke skoraði þrennu
Mynd: EPA
Mudryk eftir átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea
Mudryk eftir átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, fagnaði sínum fyrsta sigri er liðið kjöldró Wolves, 6-2, í Wolverhampton í gær, en hann fór yfir leikinn, frammistöðu Noni Madueke ásamt því að tala um hálfleiksskiptingu á Mykhailo Mudryk.

Chelsea spilaði ágætlega í fyrsta leik umferðarinnar gegn Manchester CIty, en tapaði þeim leik 2-0. Það bætti upp fyrir tapið í gær.

„Frammistaðan var góð. Í fyrri hálfleik var hún ekki fullkomin, byrjuðum vel fyrstu 10-15 mínúturnar, skoruðum mark og fengum tvö eða þrjú færi til viðbótar, en síðan töpuðum við auðveldum boltum. Þegar þú vil hefja sóknir frá aftasta manni þá máttu ekki leyfa þér að tapa auðveldum boltum annars færðu á þig föst leikatriði og skyndisóknir. Þú þarft að vera nákvæmari.“

„Í seinni hálfleik vorum við nákvæmari. Þeir gáfu ekki auðvelda bolta frá sér og heildarframmistaðan var góð,“
sagði Maresca.

Noni Madueke skoraði þennu í leiknum, hans fyrsta í meistaraflokki.

„Ég er mjög hrifinn af Noni. Hann akkúrat týpan af vængmanni sem ég er hrifinn af. Mikilvægasta sem hann gerði í dag var að hlaupa til baka til að stöðva skyndisóknir á 90. mínútu. Það sýnir hugarfar leikmannsins og liðsins,“ sagði Maresca sem var síðan spurður út í Instagram-færslu Madueke þar sem hann sagði Wolverhampton vera ógeðslega borg, en það féll ekki í kramið hjá stuðningsmönnum Wolves sem bauluðu á hann allan leikinn.

„Ég treysti fólki og ég held að fólk sé nógu þroskað til að vita muninn á réttu og röngu. Noni er nógu þroskaður til þess að skilja það.“

Maresca líst vel á hópinn en að minnsta kosti sjö leikmenn munu yfirgefa félagið áður en glugginn lokar.

„Ég er ánægður með hópinn og hef sagt það oft áður. Við erum með marga fjölhæfa leikmenn sem gefur okkur marga möguleika.“

Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk var í byrjunarliði Chelsea í dag en var tekinn af velli í hálfleik. Maresca var ekki ánægður með Mudryk, sem hefur verið mikil vonbrigði frá því hann kom frá Shakhtar á síðasta ári.

„Af því ég var óánægður með hann. Á sumum augnablikum hefðum við getað meðhöndlað stöðurnar öðruvísi. Hann var duglegur án bolta, en ég býst við meiri gæðum frá Misha þegar hann er með boltann. Hann átti nokkur góð augnablik, en ástæðan fyrir því að ég tók hann af velli var til að gefa Pedro Neto mínútur,“ sagði Maresca í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner