Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nice í viðræðum við Dortmund um Moukoko
Mynd: Getty Images
Franska 1. deildarfélagið Nice er í viðræðum við Borussia Dortmund um þýska framherjann Youssoufa Moukoko.

Ekki er langt síðan Moukoko var í umræðunni sem einn efnilegasti leikmaður heims.

Hann varð yngsti leikmaður í sögu þýsku deildarinnar er hann kom inn af bekknum fyrir Erling Braut Haaland í nóvember árið 2020 og nokkrum vikum síðar varð hann sá yngsti í sögu Meistaradeildar Evrópu, þá aðeins 16 ára og 18 daga gamall.

Moukoko er 19 ára gamall í dag og hefur spilað 99 leiki ásamt því að skora 18 mörk fyrir Dortmund.

Samkvæmt Fabrizio Romano er hann á förum frá Dortmund í leit að fleiri mínútum en hann er í viðræðum um að ganga í raðir Nice í Frakklandi.

Dortmund mun fljótlega taka ákvörðun varðandi framtíð hans.

Moukoko hefur spilað 2 A-landsleiki fyrir Þýskaland og á einnig met þar en hann varð Þjóðverjinn til spila á HM er hann kom inn á í leik gegn Japan í Katar fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner