Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ný og vafasöm hetja Marseille
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: Marseille
Englendingurinn Mason Greenwood fer vel af stað með franska félaginu Marseille en hann bjargaði stigi fyrir liðið í 2-2 jafntefli gegn Reims í annarri umferð deildarinnar í gær.

Fortíð Greenwood er vafasöm, svo vægt sé til orða tekið. Ástæðan fyrir því að hann sé að spila hjá Marseille er afar einföld — hann átti ekki afturkvæmt í lið United vegna ofbeldis í garð sambýliskonu sinnar, Harriet Robson.

Lögreglan handtók hann í byrjun árs 2022 eftir að Robson birti myndefni af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og þá fylgdi hljóðupptaka með þar sem hann reynir að þvinga hana til samræðis.

Framherjinn var tekinn úr liði United og mátti ekki æfa með hópnum, en málið var látið niður falla í apríl á síðasta ári þar sem málið var ekki talið líklegt til sakfellingar.

United reyndi að taka hann aftur inn í hópinn síðasta sumar en eftir að Athletic greindi frá fyrirhugðum áætlunum félagsins var ákveðið að hætta við og hann sendur á lán til Getafe á Spáni.

Greenwood var einn af bestu mönnum Getafe á síðasta ári og var meðal annars orðaður við Barcelona og Juventus á einum tímapunkti, en endaði hjá Marseille fyrir 27 milljónir punda.

Stuðningsmenn Marseille voru ekki hrifnir af kaupunum en eru byrjaðir að taka hann í sátt og aðallega vegna þess að hann hefur verið þeirra besti maður í byrjun tímabilsins.

Síðan hann kom hefur hann skorað í öllum leikjum sínum með félaginu, tvö mörk í æfingaleikjum og þrjú í deildinni.

Hann gerði tvö mörk í fyrstu umferðinni í 5-1 sigri á Brest og var þá bjargvættur liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Reims í gær með því að gera jöfnunarmark á 71. mínútu.

Eins og segir í grein Telegraph þá er Marseille komið með „nýja og vafasama hetju“.


Athugasemdir
banner
banner
banner